Aðalfundur Zen á Íslandi-Nátthaga
Haldinn í húsakynnum félagsins að Grensásvegi 8, 104 Reykjavík laugardaginn 27.sept. kl 10:00

Dagskrá:
Skýrsla stjórnar
Skýrsla gjaldkera
Kostning stjórnar
Önnur mál

NÁLGUN AÐ ZEN – NÁMSKEIÐ Í ZEN IÐKUnN
Námskeiðið  er ætlað þeim sem ekki hafa iðkað Zen áður og vilja feta sig inn í Zen iðkun. Aðrir með reynslu af Zen eða annarri hugleiðslu eru einnig velkomnir. Kennd verður formleg Zen iðkun í setusal farið yfir hvernig við færum iðkunina inn í daglegt líf. Við þetta blandast fræðsla um grunnatriði Búddismans eins og hann birtist í kennslu Búdda um uppruna innri þjáningar, ófullnægju og ótta og leiðina til skilnings og umbreytingar. Einnig verður fjallað um kennslu ýmissa kennara úr Zen hefðinni sem og öðrum hefðum búddismans. Leiðbeinendur á námskeiðinu eru Helga Kimyo, Ástvaldur Zenki og Mikhael Zentetsu sem hafa hlotið prestsvígslu hjá Jakusho Kwong-roshi, kennara Zen á Íslandi – Nátthaga. Kimyo og Zenki gegna einnig stöðu aðstoðarkennara í Nátthaga.

Námskeiðið hófst 16. september en enn er mögulegt að taka þátt. Þátttökugjald er 11.000 kr. fyrir þrjár vikur.  Innifalið er dagleg iðkun á meðan á námskeiðinu stendur.

Námskeiðið fer fram í aðsetri Zen á Íslandi á Grensásvegi 8, 4.hæð,  kl.19:30-21:00.
Skráning fer fram með því að senda tölvupóst á zen@zen.is.

DAGLEG HUGLEIÐSLUIÐKUN:

Mánudaga kl. 17:30-18:50
Þriðjudaga kl. 07:20 – 08:35
Miðvikudaga kl. 07:20 – 08:35
Fimmtudaga kl. 07:20 – 08:20 og 19:30 – 21:05
Föstudaga kl. 07:20 – 08:35
Laugardaga kl. 08:00-09:40