Roshi’s Mudra

Að vera tíminn“ – hugleiðsluvika (sesshin)

Hugleiðsluvikan „Að vera tíminn“ verður 15. til 18. október og er haldin að Grensásvegi 8. Við færum iðkunina einnig út í daglegt líf og erum til skiptis í setusalnum, vinnunni og heima. Miðvikudagskvöldið 15. október byrjum við kl.19:30-21:00 í setusalnum Grensásvegi, höldum svo áfram næsta morgun kl.07:00-08:30 í setusal. Við komum svo aftur kl.17:00-20:45 og endurtökum svo leikinn daginn eftir. Laugardaginn 18. okt. mætum við í setusalinn kl. 07:00 og erum þar til kl. 17:00.  Með þessari tilhögun skapast gott tækifæri til að takast á við sesshiniðkun (sesshin þýðir „að snerta og hug og hjarta“) sem gefur iðkandanum sanna mynd af sjálfum sér og iðkuninni. Það er upplagt að skoða hvaða möguleika við höfum á að taka þátt og hafa samband um tillögur t.d. fyrir þá sem ekki hafa tekið þátt í sesshin áður. Verð fyrir sesshin er 10.000 kr. en fyrir fasta iðkendur sem greiða félagsgjald 6000 kr.
Skráning á zen@zen.is


DAGLEG HUGLEIÐSLUIÐKUN:

Mánudaga kl. 17:30-18:50
Þriðjudaga kl. 07:20 – 08:35
Miðvikudaga kl. 07:20 – 08:35
Fimmtudaga kl. 07:20 – 08:20 og 19:30 – 21:05
Föstudaga kl. 07:20 – 08:35
Laugardaga kl. 08:00-09:40